Breski bankinn Royal Bank of Scotland (RBS) tilkynnti fyrir stuttu að til stæði að segja ætti upp um 3.500 af starfsmönnum bankans. Þetta er liður í aðgerðum bankans. Þetta er liður í aðgerðum RBS til að skera niður rekstrarkosnað.

Markaðs- og alþjóðasviði bankans hefur verið falið að skoða hvort bankinn ætti að selja fasteignir sem hann hefur eignast í gegnum árin. Meðal þeirra eigna sem eru til skoðunar að selja eru í City, Great Tower Street og Devonshire Square samkvæmt frétt á Telegraph.

Ásamt þessum aðhaldsaðgerðum hefur bankinn einnig selt fyrirtækjasviðið sitt, Hoare Govett, til fjárfestingabankans Jefferies.

Breska ríkið á 84% hlut í bankanum í dag og greiddi um 45 milljarða punda fyrir hlutinn eða 50 pens á hlut. Árið 2011 var einn hlutur virði 19 pens sem þýðir um 26 millljarða punda tapi fyrir skattgreiðendur.