Tap Royal Bank of Scotland nam 1,990 milljörðum punda, 375 milljörðum króna, fyrstu sex mánuði ársins. Er það 40% aukning milli ára.

Afkoman á 2 ársfjórðungi batnaði. Í stað 897 milljóna punda tap í fyrra nam það 466 milljónum punda í ár.

Bankinn varar við frekara tapi í ár vegna lögsókna vegna meintra svika í tengslum við millibankavexti (Libor).

Breska ríkið á 82% hlut í bankanum.