*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 15. febrúar 2006 17:42

Royal Unibrew hækkar um 8%

Ritstjórn

Royal Unibrew, sem FL Group hefur keypt ríflega 10% hlut í, er skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Gengi bréfa í félaginu hækkaði um rúm 8% í viðskiptum dagsins og stendur nú í rúmum 650 DKK á hlut.

Síðastliðna tólf mánuði hefur gengi bréfa í Royal Unibrew hækkað um 54% og þar af um rúm 23% frá áramótum. Markaðsvirði félagsins er um 4,2 milljarðar danskra króna eða 42,9 milljarða króna að því er segir í Vegvísi Landsbankans..