Danski bjórframleiðandinn Royal Unibrew, sem FL Group á 24,4% hlut í, hefur keypt pólska bjórverksmiðju að verðmæti 240 milljónir danskra króna eða tæplega 2,9 milljarða íslenskra króna, segir í frétt á vefsíðu danska blaðsins Berlingske Tidende.

Bjórverksmiðjan er staðsett í bænum Lomza í Póllandi og framleiddi í fyrra um 60 miljón lítra af bjór.

Kaupin styrkja stöðu Royal Unibrew enn frekar á þessu svæði en fyrir á fyrirtækið bruggverkersmiðju í Koszalin og Jedrzejow í Póllandi.

Lomza framleiðir nokkrar tegundir bjórs og þar á meðal Lomza Export, Lomza Wyborowe, Lomza Mocne, Zloty Kur og Dock.

Markaðsverðmæti Royal Unibrew er 57,7 milljarðar íslenskra króna, en félagið er skráð í dönsku kauphöllina.