Avram Grant, hinn ísraelski framkvæmdastjóri Chelsea, á ekki sjö dagana sæla eftir tap gegn 1. deilarliðinu Barnsley í FA-bikarnum um síðustu helgi.

Þótt Chelsea berjist enn á tveimur vígstöðvum, þ.e. úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, þykir staða hans mjög veik því liðið var líka slegið út á dögunum í Carling bikarkeppninni af Tottenham.

Nú er mest rætt um hver taki við af Grant og þar er nafn Michaels Laudrup oft nefnt. Fyrrum landsliðsmaðurinn danski er nú framkvæmdastjóri spænska liðsins Getafe sem sigraði Benfica í UEFA-keppninni á dögunum. Hann kom liði sínu einnig í undanúrslit spænska konungsbikarsins.