*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 15. nóvember 2004 15:35

Rætt um eignatengsl í viðskiptalífinu í Viðskiptaþættinum

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)

Ritstjórn

Það er gömul og ný umræða að velta fyrir sér eignatengslum í íslensku viðskiptalífi enda má vel ætla sér það að smæð landsins geri tenslin meiri og augljósari en annars staðar. Það er hins vegar þarft að velta fyrir sér hvort við Íslendingar höfum meiri þolinmæði gagnvart þessum tengslum en aðrir. Verslunarráð Íslands stóð fyrir athyglisverðum morgunverðarfundi í síðustu viku og í Viðskiptaþáttinn í dag koma þrírá sérfræðinga í þessum málum til að halda áfram umræðunni.

Það eru þeir Jafet Ólafsson framkvæmdastjóri Verðbréfastofunna, Davíð Scheving Thorsteinsson verkefnisstjóri hjá verslunarráði Íslands og Jónas Friðrik Jónsson framkvæmdastjóri hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. Þátturinn verður helgaður þessu eina umræðuefni að þessu sinni.