Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4) í dag verður fjallað um fasteignamarkaðinn en gestur þáttarins er Ásgeir Jónsson sérfræðingur hjá greiningardeild KB banka og lektor við HÍ. Greiningardeild KB banka rakti í sérstakri skýrslu orsakir hækkana á fasteignamarkaði. Þar var farið yfir þróun fasteigna- og lóðaverðs á síðustu árum og lagt mat á hve fasteignamarkaðurinn geti hækkað mikið þegar til lengri tíma er litið, að
teknu tilliti til nýrra lána á lægri vöxtum.

Í spjalli við Ásgeir verður farið yfir yrir spá Greiningardeildar um
þróun fasteignaverðs á árinu og jafnframt velt upp þeirri spurningu hvort fasteignaverð sé ofmetið í vísitölu neysluverðs.