Eftir lagadeilur sem tekið hefur tíu ár, tapaði fyrirtækið sem framleiðir Rubik´s Cube höfundarréttarmáli fyrir Evrópudómstólnum, sem þýðir að kubbarnir gætu fengið samkeppni frá ódýrum eftirlíkingum.

Leikfangið sem er enn mest selda leikfang allra tíma var fundið upp árið 1974 af ungverska myndhöggvaranum og arkitektinum Ernö Rubik, skráði vörumerki sitt í apríl 1999 hjá EUIPO, höfundarréttarskrifstofu ESB. Þetta kemur fram í frétt Guardian .

Gekk sú skráning út á að þrívíddarlögun kubbsins væri höfundarréttarvarin, en nú komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að kassalaga lögun kubbsins væri ekki höfundarréttarvarin.

Kubbarnir hafa verið seldir í meira en 350 milljón eintökum út um allan heim, en þýska fyrirtækið Simba Toys barðist gegn höfundarréttinum og vann málið fyrir réttinum í gær.