Heimildir herma að Marco Rubio, sem fyrr á árinu barðist um það að fá að vera forsetaframbjóðandi Repúblika gegn Ted Cruz og Donald Trump - sem svo tryggði sér stöðuna - hyggist bjóða sig fram á öldungaþing Bandaríkjanna í komandi kosningum í september. Þetta kemur fram á vef fréttamiðilsins CNN.

Þá herma fyrrnefndar heimildir að Rubio muni tilkynna um framboð sitt seinna í dag. Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins hafa þá ýtt á að hann bjóði sig aftur fram á þing, en einnig var Rubio nokkuð hrærður yfir skotárás sem gerð var á næturklúbb fyrir skömmu síðan í heimafylki sínu, Flórída.

Þá er haft eftir Rubio að hann hyggist skipta um skoðun vegna þess að öldungaþingið getur haft áhrif á löggjöf þegar hugmyndir forseta Bandaríkjanna eru vafasamar eða slæmar - og hann telur að það verði mikið um slík skemmd hugmynda-epli á næsta ári - hvort sem Trump eða Clinton munu ná kjöri til embættisins.