Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í nótt. Bæði Demókratar og Repúblikanar kusu í Ohio, Flórída, Illinois, Norður-Karolínu og Missouri.

Donald Trump hefði getað tryggt sér útnefningu Repúblikanaflokksins ef hann hefði unnið sigur í öllum ríkjum dagsins. Trump vann öll fylkin nema Ohio þar sem hann tapaði gegn John Kasich. Mjótt var á mununum í Missouri, en fá atkvæði voru á milli Ted Cruz og Trump. Trump sigraði m.a. Marco Rubio örugglega í Flórída, heimaríki Rubio.

Marco Rubio tilkynnti eftir kvöldið að hann hefði ákveðið að draga sig úr keppni. Í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn sína þá bað hann stuðningsmenn sína að ganga ekki í lið með óttanum.

Hillary Clinton vann örugga sigra í Flórída, Ohio, Norður-Karolínu og nauman sigur í Illinois. Þegar 99% atkvæða höfðu verið talin í Missouri var hún með naumt forskot á Bernie Sanders og ekki er búið að tilkynna sigurvegara enn vegna þess hve naumt var á milli.