Rússneska rúblan hefur styrkst þar sem lækkun á hráolíu hefur að hluta til gengið til baka eftir að hafa tekið þungt högg í síðasta mánuði. Verðmæti rússneskra ríkisskuldabréfa hefur hækkað og ávöxtun þeirra hefur ekki mælst hærri síðustu fjórar vikurnar. Einnig sýndi RTS hlutabréfavísitalan fram á mestu hækkun sem mælst hefur á þessu ári.

Rúblan ætti að haldast í 62,50 dollurum ef olían, sem er verðmætasta útflutningsvara Rússland, heldur áfram að seljast í kringum 60 dollara á tunnu, samkvæmt rússneska bankanum Rosbank, en þar er miðað við verð á Brent Norðursjávarolíu. Þótt hækkun hráolíu hafi mælst sú mesta núna í febrúar síðan í byrjun árs 2009 þá hefur samfelld lækkun verið um 41% á síðustu sex mánuðum. Þessi lækkun ásamt viðskiptabönnum vegna stríðsins í Úkraínu hefur haft þær afleiðingar að Rússland hefur sokkið enn dýpra í efnahagslægð. Morgan Stanley hefur því ráðlagt fjárfestum að selja rússneskar eignir sínar.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem má nálgast hér.