Rússneska rúblan hefur styrkst um tæpt prósentustig í ágúst. Miklir fjármunir hafa flætt inn í landið, en fjárfestar sem sérhæfa sig í vaxtamunaviðskiptum, hafa leitað grimmt til austurs. Eina BRIC-þjóðin sem er með hærri stýrivexti en Rússland, er Brasilía. Stýrivextir rússneska seðlabankans eru 10,50% en þeir eru 14,25% í Brasilíu. Aftur á móti mælist tæplega 9% verðbólga í Brasilíu, á meðan verðbólga í Rússlandi mælist um 7%.

Samkvæmt fréttaveitu Bloomberg hafa fjárfestar sem fjármagna sjóðina sína með lántöku í Bandaríkjunum, hagnast um allt að 19% á vaxtamunaviðskiptum á Rússneskum mörkuðum. Seðlabanki Rússa ákvað í lok júlí að halda stýrivöxtum óbreyttum. Fjárfestar telja seðlabanka í Evrópu einnig ætla að halda áfram lágvaxtastefnum sínum. Hvatinn til vaxtamunaviðskipta er því ekkert að minnka.