Skuldabréfaeigendur ætla að stefna Latabæ fyrir dómi til að fá vangoldnar skuldir greiddar. Verður aðfararbeiðni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar.

Samþykki dómurinn aðfararbeiðnina geta skuldabréfaeigendurnir farið fram á það hjá sýslumanni að gert verði fjárnám hjá Latabæ á grundvelli dómsins. Verði fjárnámið árangurslaust er hægt að fara fram á að Latibær verði tekinn til gjaldþrotaskipta.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins hefur Latibær í marga mánuði ekki staðið skil á greiðslum til eigenda óveðtryggðra skuldabréfa að upphæð 26 milljónir Bandaríkjadala. Reynt hefur verið að leysa úr vondri rekstrarstöðu félagsins innan Landsbankans, sem Latibær skuldar tæpar fjórtán milljónir Bandaríkjadala.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .