Lífeyrissjóður verzlunarmanna skilaði metafkomu árið 2019. Hrein raunávöxtun á árinu var 15,6% sem samsvarar 18,7% ávöxtun. Eignir sjóðsins jukust um 155 milljarða króna, þar af voru tekjur af fjárfestingum 136 milljarðar. Ávöxtun eigna hjá sjóðnum hefur aðeins einu sinni verið meiri, sem var árið 2005.

Eignir í Lífeyrissjóði verzlunarmanna voru 868 milljarðar króna í lok árs 2019, eða sem nemur 155 milljörðum meiri en árið áður. Fimm ára meðalávöxtun er 6,1%, tíu ára meðalávöxtun 6,0% og 20 ára meðalávöxtun er 4,1%.

Sjóðurinn gerir ráð fyrir 3,5% ávöxtun á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2020.

Erlend verðbréf voru um 40% heildareigna í lok ársins samanborið við 35% í árslok 2018. Um 16% eignanna eru í innlendum hlutabréfum, um 20% í veðskuldabréfum og fasteignatengdum verðbréfum og 19% í ríkisskuldabréfum.