„Vinnufíkn er óstjórnleg þörf eða árátta til að vinna mikið. Þetta snýst ekki um að viðkomandi sé svona ánægður í vinnunni eða það sé svona gaman,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, vinnusálfræðingur og ráðgjafi hjá Capacent, í viðtali í Fréttablaðinu i dag um niðurstöður könnunar um vinnufíkn Íslendinga. Hún segir niðurstöðurnar kollvarpa þeirri mýtu að Íslendingar vinni meira en aðrir.

Niðurstöðurnar benda til að fjöldi þeirra sem eru með vinnufíkn hér á landi er sambærilegur og í nágrannalöndunum eða um 22% og að 64,7% starfandi fólks vinnur að meðaltali meira en 40 stunda vinnuviku. Þá vinnur 18,3% starfandi fólks meira en 50 stundir á viku. Það gera tvær yfirvinnustundir á dag.

Í Fréttablaðinu segir að í rannsókninni komi einnig fram að Íslendingar vinna að meðaltali álíka langa vinnuviku og aðrar þjóðir. Einnig að karlar vinna áberandi lengri vinnuviku en konur