42,4% landsmanna er andvígur lagningu nýr Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun í Garðabæ, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR á viðhorfum Íslendinga til vegalagningarinnar. Á móti eru 25% landsmanna fylgjandi verkinu.

Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar er frekar hlynnt framkvæmdinni en þeir sem ekki styðja ríkisstjórnina.

Könnunin var framkvæmd dagana 25. til 29. október 2013 og voru svarendur 939 manns 18 ára og eldri.