Rúmlega 80 mál bíða umræðu á Alþingi. Þar af eru stærstu málin leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána og frumvarp um séreignarsparnað. Í gær var síðasti dagurinn til að leggja fram ný þingmál á þinginu fyrir sumarfrí. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar voru á annað hundrað mál og tólf þingfundardagar eftir en Alþingi fer í sumarfrí um miðjan maí. Á meðal þeirra mála sem ekki voru lögð fram var frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða auk frumvarps um gjaldtöku á ferðamannastöðum og um afnám verðtryggingar.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að úr því sem komið er sé ljóst að nota verði ákvæði þingskaparlaga um afbrigði til að leggja fram veiðigjaldafrumvarp fyrir þinglok svo ný lög geti tekið gildi þegar nýtt fiskveiðiár gengur í garð fyrsta september næstkomandi.