Þeir sem slá heimsmet á HM í frjálsíþróttum sem hefst næsta laugardag fá 100 þúsund Bandaríkjadali, eða 13,3 milljónir króna fyrir það. Bónusinn er einungis greiddur ef keppendur bæta heimsmet, það er ekki nóg að jafna. Þessu greinir RÚV frá.

Það er ekki algengt að bæta heimsmet á HM, það hefur einungis gerst 20 sinnum í 32 ára sögu mótsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem boðið er upp á peningaverðlaun. Fimmtánda heimsmeistaramótið hefst í Peking í Kína núna á laugardaginn og á Ísland tvo keppendur þar. Það er því aldrei að vita hvort Aníta Hinriksdóttir, hlaupari, eða Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, komi milljónamæringar til baka.