Rasvan Orasanu, forseti Rúmeníu, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að eignarhlutir ríksisins í 120 fyrirtækjum muni verða seldir fyrir lok árs.

Orasanu segir metnaðarfullt að reyna að selja eignarhluti ríkisins í 120 félögum, þar af á ríkið meirihluta í 50 af fyrirtækjunum, en vonast til að það takist.

Hann sagði að einkavæðingu fyrirtækja í Rúmeníu hefði átt að vera lokið fyrir löngu.

Ekki er vitað hve mikið ríkið mun fá fyrir eignarhlutina og ekki hefur komið fram hvaða fyrirtæki eru á sölulista.

Íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli horft til Mið- og Austur-Evrópu og Actavis samþykkti nýlega að kaupa rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan fyrir 147,5 milljónir evra.

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest verulega á svæðinu, þar á meðal í búlgarska símafyrirtækinu BTC.

Ríkisstjórn Rúmeníu hefur samþykkt söluna en rúmenska einkavæðingarnefndin, sem kallast AVAS, mun hafa umsjón með sölunni á eignarhlutunum.