Hinn rúmenski auðjöfur Cristian Sima lét sig hverfa frá heimalandi sínu í byrjun október og hefst nú við í leiguíbúð í Reykjavík. Frá þessu er greint í DV í dag.

Þar segir að ekki hafi spurst til Sima síðastliðnar tvær vikur en nú um helgina hafi rúmenskir fjölmiðlar hins vegar greint frá því að hann sé í felum á Íslandi.

Í blaðinu er haft eftir Sima að viðskiptavinir hans séu margir voldugir og því óttist hann um líf sitt. Sima er umsvifamikill viðskiptamaður í Rúmeníu og forseti næststærstu kauphallar landsins, Sibex. Hann er sagður hafa haft milljónir evra af viðskiptavinum sínum