*

þriðjudagur, 20. október 2020
Innlent 22. júlí 2020 09:15

14 milljarða rekstrartap Icelandair

Icelandair hefur birt bráðabirgðaniðurstöður fyrir annan ársfjórðung 2020, lausafé félagsins er um 154 milljónir dollara.

Ritstjórn
EPA

Tekjur Icelandair námu 60 milljónum dollara, rúmlega 8,2 milljarðar króna, og drógust því saman um 85%. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var neikvæður um 100-110 milljónir dollara, um 14,5 milljarða króna.

Lausafé og ígildi lausafjár stendur í 154 milljónum dollara í lok fjórðungsins. Annar ársfjórðungur verður birtur í heild sinni 27. júlí. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallar.

Rekstrarhagnaður félagsins var neikvæður um 24 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra þar sem tekjur félagsins námu 402 milljónum dollara. Icelandair hefur almennt einungis hagnast á öðrum og þriðja ársfjórðungi á meðan niðurstöður hinna fjórðungana hafa verið reknir í tapi. Niðurstöður þessarar fjórðungs marka þriðja skiptið í röð sem annar ársfjórðungur hjá félaginu er rekinn í tapi.

Stikkorð: Icelandair uppgjör