*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 4. apríl 2012 07:53

Rúmlega 1,5 milljarðar á óhreyfðum innlánsreikningum

Alls eru ríflega 100.000 innlánsreikningar í íslenskum fjármálastofnunum sem ekki hafa verið hreyfðir í 15 ár eða lengur.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Alls höfðu 100.084 innlánsreikningar staðið óhreyfðir í 15 ár eða lengur hinn 20. mars sl. Á þeim voru samtals meira en 1,53 milljarðar kr. eða 15.290 kr. á hverjum að meðaltali. Fjöldi reikninganna og heildarupphæð kom fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur alþingismanns. Hún spurði einnig hvaða reglur gildi um innlánsreikninga sem standi óhreyfðir í 15 ár eða lengur. Kemur þetta fram í frétt Morgunblaðsins.

Í svarinu er vísað í lög um fyrningu kröfuréttinda þar sem segir að kröfur vegna innlána eða verðmæta sem lögð hafi verið inn hjá fjármálafyrirtæki fyrnist á 20 árum. Sama eigi við um áfallna vexti. Landsbankinn hefur ekki fyrnt gamla innlánsreikninga og eru þeir aðgengilegir eigendum, samkvæmt svari frá bankanum. Arion banki hefur ekki heldur fyrnt óhreyfða gamla innlánsreikninga.

Stikkorð: Innlán
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is