Í tíufréttum Ríkisútvarpsins í gær var fjallað um nýja samantekt Creditinfo á Íslandi. Meðal þess sem þar kom fram er að rúmlega 15.000 Íslendingar eru á vanskilaskrá, eða 5,5% fullorðinna Íslendinga.

Hlutfallslega flestir eru á vanskilaskrá á Reykjanesi, eða 8,5% íbúa, en fæstir á austurlandi, 4%. Mun fleiri karlmenn lenda í vanskilum eða gjaldþroti en konur. 7,3% fullorðinna karla eru á vanskilaskrá en 3,7% kvenna. Hæst er hlutfallið hjá körlum á aldrinum 40-49 ára, 9,4%.

29.968 fyrirtæki eru skráð í hlutafélagaskrá, um helmingur þeirra stofnaður á síðustu 5 árum. Þar af eru 2.116 fyrirtæki stofnuð vegna fasteignaviðskipta.

58% fyrirtækja á Íslandi eru rekin með hagnaði, 42% með tapi. 71% fyrirtækja er á höfuðborgarsvæðinu, en þar er hagnaður að jafnaði mestur.