Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði um 2,06% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Velta með bréfin nam 432 milljónum króna. Uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrsta ársfjórðung var birt i dag, en tap félagsins á fjórðungnum var umtalsvert meira en í fyrra. Í uppgjörinu er samt sem áður búist við góðri niðurstöðu fyrir árið í heild.

Þá hækkaði gengi bréfa í Marel um 2,37% en gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði um rúm 8% í gær. Velta með bréf í fyrirtækinu nam 192 milljónum króna í dag. Þá var 233 milljóna króna velta með bréf í högum en gengi bréfa lækkaði um 0,71%

Gengi bréfa í N1 hækkaði um 1,13% í 178 milljóna króna viðskiptum, gengi bréfa í TM hækkaði um 0,94% í 241 milljóna króna viðskiptum og gengi bréfa í Sjóvá hækkaði um 0,76% í 152 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi bréfa í Reginn um 0,3% í 103 milljóna króna viðskiptum.