Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,30% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.707,45 stigum.

Námu heildarviðskipti dagsins 2.166 milljónum króna en veltan á skuldabréfamarkaði var 2.247 milljónir króna. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,10% og stendur hún nú í 1.228,71 stigi.

Reginn og Icelandair hækkuðu mest

Gengi bréfa Regins hækkaði mest, eða um 2,02% í 177 milljóna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 25,20 krónur.

Næst mest hækkuðu bréf Icelandair Group, eða um 1,27% í 367 milljón króna viðskiptum, en nú fæst hvert bréf félagsins á 24,00 krónur.

N1, Reitir og HB Grandi lækkuðu

Bréf N1 og Reita lækkuðu einna mest í kauphöllinni í viðskiptum dagsins. Gengi bréfa N1 lækkaði um 0,96% í 389 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 93,20 krónur.

Gengi bréfa Reita lækkaði um 0,87% í 269 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 91,40 krónur. Einnig lækkaði gengi bréfa HB Granda í tæplega 6 milljón króna viðskiptum. Lækkuðu þau um 1,08% og fæst nú hvert bréf félagsins á 27,50 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,3% í dag í 2,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,1% í dag í 2,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,8 milljarða viðskiptum.