Króna
Króna
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Alls afskrifuðu viðskiptabankarnir rúmlega 480 milljarða króna á árunum 2009-2010. Upphæðin á árinu 2008 nam um 4,9 milljörðum og tæplega 1,5 milljörðum á árinu 2007. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar um tap fyrirtækja vegna gjaldþrota eða afskrifta.

Gunnar Bragi spurði hve mikið fé er talið hafa tapast vegna gjaldþrota eða afskrifta hjá fyrirtækjum, og bað um sundurliðun eftir atvinnugreinum á árunum 2006-2010.

Í svari ráðherra kemur fram að engin opinber stofnun hafi upplýsingar um hversu mikið fé hefur endanlega tapast vegna gjaldþrota eða afskriftam einstakra atvinnugreina. Upplýsingarnarnar eru frá FME um afskriftir viðskiptabankana á árunum 2006-2010.

Af þeim atvinnugeirum sem nefndir eru hefur mest tapast vegna gjaldþrota eða afskrifta hjá fyrirtækjum sem telgjast „fasteignafélög / fasteignaviðskipti“. Á árunum 2009-2010 nemur upphæðin um 34,5 milljörðum króna. Næst á eftir kemur verslun, þar sem upphæðin er um 29,5 milljarðar.

Afskriftir viðskiptabanka hjá fyrirtækjum, sundurliðað eftir árum og atvinnugeirum má sjá hér .

Í svari ráðherra er vakin athygli á því að bankarnir gefa sér hugsanlega mismunandi forsendur við útreikning afskriftanna. Því ber að taka tölunum með fyrirvara.