Töluverð lækkun varð í dag á Wall Street, í kjölfar bandarísku forsetakosninganna. Gengi bréfa Citigroup lækkaði um 14% og bréf Bank of America lækkuðu um 11%. Þá lækkuðu bréf Boeing um 6,9%.

Lækkun það sem af er þessu ári er sú mesta á einu ári síðan 1937, svo að ljóst er að Barack Obama býður ærið verkefni.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 5,5% í dag. Dow Jones lækkaði um 5,1% og Standard & Poor´s lækkaði um 5,3%.

Olíuverð lækkaði um 7,6% í dag og kostar olíutunnan nú 65,2 Bandaríkjadali.