Sjóvá keypti samtals 3 milljón hluti í þrennum viðskiptum, milljón hluti í hverjum, á meðalgenginu 14,27, fyrir samtals 42,8 milljónir króna. Kaupin eru í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var í júní .

Áætlunin kveður á um kaup á að hámarki 2,5% hlut í félaginu fyrir að hámarki 550 milljón krónur, en keyptir hafa verið samtals 23,2 milljón hlutir, um 1,6% útgefinna hluta í félaginu, á tæpar 360 milljón krónur.

VÍS keypti samtals rúmlega 800 þúsund hluti á genginu 11,05 fyrir tæpar 8,9 milljónir króna. Kaupin samsvara 0,04% af heildarhlutafé félagsins, og tæpum 1,5% af þeim hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt endurkaupaáætlun, sem samþykkt var á aðalfundi í mars, stjórn tók ákvörðun um 17. ágúst, og Fjármálaeftirlitið samþykkti 30. ágúst.