Formaco, sem er þjónustu- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði, hefur sagt upp starfssamningum við rúmlega 70 starfsmenn sína.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins .

Þar kemur fram að ástæðan fyrir uppsögnunum er mikill samdráttur í byggingariðnaði.

Þá kemur fram að Ragnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Formaco, segir að samningum við starfsmenn hafi verið sagt upp til að fyrirtækið gæti haft frjálsar hendur um endurskipulagningu fyrirtækisins.

RÚV hefur eftir Ragnari að framundan sé mikill samdráttur; hætt verði við umfangsmiklar framkvæmdir og byggingasvæðum lokað.

Þá sjái Formaco ekki fram á að geta selt efni og þjónustu í þeim mæli sem áætlað var en Rangar vonast til að geta ráðið sem flesta aftur þótt líklegt sé að störfin breytist.