Samningum var lokið hjá 806 einstaklingum sem voru í greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara um síðustu mánaðamót. Þar af lauk 665 málum með 100% eftirgjöf skulda viðkomandi án veðs. Til viðbótar hafa 1.250 fengið samning um greiðsluaðlögun í 36 mánuði að hámarki. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þetta jafngildir því að 82% þeirra sem hafi lokið samningi hjá Umboðsmanni skuldara fái allar sínar skuldir gefnar eftir. Þeir sem eru í greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni eru jafnframt með fasteignalán.

Í Morgunblaðinu er tekið fram að þeir geti sótt um greiðsluaðlögun sem ráði ekki lengur við afborganir lána og eru í verulegum greiðsluerfiðleikum.