Í skýrslu UNICEF um fátækt barna á Íslandi kemur fram að 6.107 börn líði skort, og 1.586 börn líði verulegan skort. Úrtak fjölskylduheimila var látið svara spurningalista þar sem spurt var um stöðu efnislegra gæða sem stóðu börnum heimilisins til boða.

Hlutfallið er aukning frá fyrra ári, en þá voru 4% barna í heildina sem flokkuðust undir að líða skort. Mest er aukningin í húsnæðishlutanum, en hvað varðar hluta næringu og upplýsingar lækkaði hlutfall þeirra sem flokkuðust undir þá.

Meðal flokka sem nefna þurfti voru menntun, næring, húsnæði klæðnaður og upplýsingar. Oftast var því svarað að búið væri við skort í flokki húsnæðis, meðan flokkur upplýsinga var með afgerandi lægsta hlutfallið..

13,4% barna á Íslandi segjast líða skort þegar kemur að húsnæði, en í þeim flokki er spurt hvort barnið búi í þröngbýli eða hvort nægilega mörg herbergi séu fyrir alla íbúa heimilisins að hverju sinni.