Rúmlega fimmti hver kaupandi á fasteign á þriðja ársfjórðungi er að kaupa í fyrsta skipti. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem voru birtar á vef Þjóðskrá Íslands fyrir stuttu.

Samtals voru 3.012 kaupsamningum, eða afsölum um íbúðarhúsnæði án undangengins kaupsamnings og eignayfirlýsingar, þinglýst á þriðja ársfjórðungi. Af þeim voru 671 að kaupa í fyrsta skipti eða 22% kaupenda.

Hæst var hlutfallið á Suðurnesjum og á Vestfjörðum en lægst var það á Vesturlandi. Hlutfallið á höfuðborgarsvæðinu var 22%.

Þeir sem eru að kaupa fasteignn í fyrsta skipti fá afslátt af stimpilgjöldum. Afslátturinn hefur verið við lýði síðan í ágúst 2008 en engar upplýsingar eru til um fyrstu kaupendur síðan þá.