27,5% eru ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimilana í landinu, 25,2% eru hvorki ánægð né óánægð og 47,3% eru óánægð með frumvörpin. Þetta sýnir könnun sem MMR gerði dagana 28. mars til 1. apríl.

Í ljós kom að töluverður munu var á afstöðu til fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Þeir sem sögðust hafa kosið Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn í síðustu alþingiskosningum sögðust ánægðari með frumvörp ríkisstjórnarinnar heldur en þeir sem kusu aðra flokka sem eiga mann á þingi.

Þannig sögðust 46,2% þeirra sem kusu Sjálfstæðiflokkinn vera ánægð með frumvörp um lækkun húsnæðisskulda, 41,4% Framsóknarfólks, 17,5% þeirra sem kusu Bjarta framtíð, 7,5% Vinstri-grænna, 7,4% Pírata, og 5,2% Samfylkingarfólks að þau væru ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu.

Í sömu könnun var spurt hvort fólk teldi að þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar hefði jákvæð eða neikvæð áhrif á efnahagslífð. Í ljós kom að flestir, eða 44,5%, töldu að aðgerðirnar hefðu jákvæð áhrif á efnahagslífið.

Svarfjöldi var 960 einstaklingar  valdir úr viðhorfahópi MMR