Um helmingur Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil í stað krónunnar án tillits til inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist nú í morgun. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem svöruðu spurningu skoðanakönnunarinnar voru 53% sem voru hlynntir upptöku nýs gjaldmiðils og 47% andvígir.

Karlar eru almennt hlynntari upptök nýs gjaldmiðils en 59% þeirra eru hlynntir og 41% andvígir, meðal kvenna var voru 46% hlynntar en 54% andvígar upptöku nýs gjaldmiðils.

Gengi evru hefur lækkað nokkuð undanfarið en gengi krónu gagnvart evru hefur ekki verið sterkara frá hruni.