Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,76% í viðskiptum dagsins, sem námu tæpum 2,2 milljörðum króna. Endaði hún í 1.675,11 stigum.

Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,07% og endaði í 1.231,47 stigum, en velta á skuldabréfamarkaði nam tæpum 7,8 milljörðum króna.

HB Grandi, Icelandair og Marel lækkuðu

Mest lækkuðu hlutabréf í HB Granda hf., eða um 2,04%, en þó í einungis 29 milljón króna viðskiptum, og enduðu bréf félagsins á genginu 26,45 krónum.

Næst mest lækkaði gengi bréfa Icelandair Group eða um 1,27% í 645 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 23,35 krónur.

Næst mestu viðskiptin voru með bréf Marel, sem lækkuðu um 0,85% en viðskiptin með bréf félagsins námu 458 milljónum króna. Fæst nú hvert bréf félagsins á 233,00 krónur.

Össur, Nýherji og Reginn hækkuðu

Fyrir utan bréf Össurar sem hækkuðu um 1,87% í einungis tæplega 8 milljón króna viðskiptum þar sem bréf félagsins enduðu í 382,00 krónum, þá hækkuðu bréf Nýherja mest í viðskiptum dagsins. Námu viðskiptin 37 milljónum króna og fæst nú hvert bréf félagsins á 18,45 krónur eftir 1,65% hækkun.

Einnig hækkaði gengi bréfa Regins, um 1,00% í 187 milljón króna viðskiptum. Við lok viðskipta er nú hvert bréf félagsins að andvirði 25,25 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,6% í dag í 2,1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði lítillega í dag í 7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 0,4 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,7% í 6,4 milljarða viðskiptum.