Þrír af hverjum fjórum Íslendingum bera traust til vinnuveitanda sinna. Einungis 11,1% bera lítið traust til eigin vinnuveitanda. Þetta kemur fram í árlegum mælingum Capacent á trausti til stofnanna og embætta. Einungis Landhelgisgæslan og lögreglan njóta meira trausts hjá fólki en eigin vinnuveitendur þess.

Í könnuninni segir að 74,3% aðspurða beri frekar mikið, mjög mikið eða fullkomið traust til vinnuveitenda sinna. 14,6% svöruðu spurningum þess efnis með „hvorki né“ og 11,1% báru lítið eða alls ekkert traust til vinnuveitenda sinna.

45,1% Íslendinga bera almennt traust til íslenskra fyrirtækja en 16,7% þeirra bera lítið eða ekkert traust til þeirra. Könnunin fór fram daganna 2 til 10. febrúar og var gerð fyrir Samtök Atvinnulífsins. Í úrtakinu voru 1.918 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 58,8%.

Nánar er hægt að lesa um könnunina hér .