Sveitarfélagið Bláskógabyggð og Fornleifavernd ríkisins fengu hæstu styrkina úr Framkvæmdastjóði ferðamannastaða þegar tilkynnt var um úthlutun þeirra í dag. Þetta var fyrsta úthlutnin af þremur á árinu. Alls fengu 44 verkefni styrk upp á rúmar 150 milljónir króna.

Styrkþegarnir fá 20 milljónir króna hvor. Sveitarfélagið Bláskógabyggð fær styrkinn vegna hugmyndasamkeppni og deiliskipulagsvinnu við Geysi í Haukadal en Fornleifaverndin til að ljúka skipulags- og hönnunarvinnu og til að hefja uppbyggingu við Stöng í Þjórsárdal.

Þá fékk Hveravallafélagið 10 milljónir króna vegna skipulags og framkvæmda á Hveravöllum, Skógrækt ríkisins fékk 7,5 milljónir króna vegna þjónustuhúss í Þjóðskógum við Laugarvatn og Sveitarfélagið Hornafjörður 7,3 milljónir vegna göngubrúar og stíga við Fláajökul. Fjórir styrkþegar fá fimm milljónir en aðrir lægri upphæð.