Tæplega 56% aðspurðra í nýlegri könnun MMR sögðust vera andvíg veggjöldum, meðan rúm 25% þeirra sögðust fylgjandi. Þar af kváðu 39% þátttakenda mjög andvíg innheimtu veggjalda, en einungis tæp 7% kváðust mjög fylgjandi henni.

Nokkur munur var á milli þátttakenda ef skoðuð var afstaða fólks eftir hópum, voru fleiri konur en karlar andvígir, sem og landsbyggðarfólk en yngsta fólkinu stóð mest á sama.

Karlar hlynntari en konur

Reyndust 60% kvenna andvíg veggjöldum, meðan 50% karla voru andvíg þeim, en lítill munur var þó á milli kynjanna þegar skoðað var hlutfall þeirra sem sögðust vera fylgjandi vegtollum.

Hæsta hlutfall þeirra sem hvorki voru á móti þeim né með voru meðal 18 til 29 ára, eða 32% aðspurðra, en jafnframt voru fæstir þeirra á móti eða 49%, en einnig fæstir hlynntir eða 19%. Hæsta hlutfall þeirra sem voru á móti var meðal fólks á aldrinum 30-49 ára, en síðan lækkaði hlutfall þeirra eftir aldri og voru flestir hlynntir vegtollum meðal þeirra sem voru 68 ára og eldri, eða 22%.

Landsbyggðin meira á móti

Nokkur munur var einnig milli íbúa landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, voru 63% íbúa úti á landi á móti, meðan 52% íbúa höfuðborgarsvæðisins voru á móti veggjöldum.

Ef skoðað var afstaða fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokka það styður, sést að stuðningsfólk Pírata og Samfylkingarinnar voru líklegri en annarra til að vera mjög andvíg innheimtu veggjalda. Var það 57% í tilviki Pírata, meðan 6% þeirra voru frekar andvígir, og 50% stuðningsmanna Samfylkingar voru mjög andvígir og 9% frekar andvígir.

Flestir stuðningsmenn Viðreisnar stóðu annars vegar á sama, eða 32% eða voru hlynntir eða 45% þeirra, meðan einungis 23% þeirra voru á móti.