Um fjörutíu sveitarfélög af 75 hafa ekki sett sér siðareglur um góða stjórnarhætti eins og sveitarstjórnarlög sem tóku gildi 1. janúar 2012 kveða á um. Þessu til viðbótar hefur Samband íslenskra sveitarfélaga ekki skipað nefnd sem á að gefa álit um siðareglur og ætluð brot á þeim. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræðiog velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Fréttablaðið að reynt hafi verið að hvetja trassana áfram. Enginn skortur sé á leiðbeiningum. Hann viðurkennir þó að stofnun siðareglunefndar hafi dregist en tekur fram að ekki hafi verið eftirspurn eftir henni hingað til.

Á hinn bóginn var Kópavogur fyrsta sveitarfélagið til að skila siðareglum. Önnur sveitarfélög sem hafa gert það eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Seltjarnarnes, Árborg, Seyðisfjörður, Blönduósbær, Skagafjörður og Ásahreppur.

Í sveitarstjórnarlögum segir m.a. að öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar beri að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur.