Á síðasta ári köfuðu 7 þúsund ferðamenn í Silfru sem er í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þeir sem hins vegar snorkluðu voru 38 þúsund og hefur fjölgað talsvert á milli ára.

Sjö mismunandi ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á ferðir í Silfru, og fengu þeir greiddan samtals rúman einn milljarð króna á árinu fyrir.

Það er ef tekið er mið af uppgefnu verði á heimasíðum tveggja stærstu fyrirtækjanna sem bjóða upp á þjónustunna að því er segir í frétt Morgunblaðsins .

Meira gjald ef sóttur

Kostar köfun í Silfru 39.900 krónur hjá Arctic Adventures, auk 3 þúsund krónum ef ferðamaðurinn er sóttur.

Hinn stærsti aðilinn er Dive.is, en á heimasíðu þess kostar snorklferð 18.990 krónur, en 5.000 krónur bætast við ef ferðamaðurinn er sóttur. Þjóðgarðurinn fær 1.000 krónur af þessu gjaldi hjá hvorum fyrir sig.

Árið 2015 köfuðu 5.000 manns í Silfru og 24.000 manns snorkluðu, en aukningin milli 2015 og 2016 nam um 55%, og eins og áður sagði köfuðu um 7.000 manns á þessu ári, 38.000 snorkluðu.

Áætlaðar tekjur 1,7 milljarðar

Áætlaðar tekjur af þessum tveimur árum má því áætla að hafi verið tæpir 1,7 milljarðar króna. Önnur fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir í Silfru eru Dive Iceland, Freedive Iceland, Iceland adventure tours, Scuba og Adv. vikings.

Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður, segir að lögin heimili ekki annað gjald en það sem nemur kostnaði fyrir þjóðgarðinn. „Það kemur í veg fyrir að við getum hækkað gjaldið nema eftirlit eða þjónusta verði aukin á móti," segir Ólafur.