Eigendur að 34,38% hlut í HS Veitum  hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á eignarhlutnum. Hluturinn er í eigu Reykjanesbæjar, Orkuveitu Reykjavíkur, Grindavíkurbæjar, Sandgerðisbæjar og sveitarfélaganna Garðs og  Voga.

HS Veitur hf. eru dreifiveita rafmagns og annast að auki dreifingu heits vatns og ferskvatns á starfssvæðum sínum. Höfuðstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ en félagið er með starfsstöðvar í Árborg, Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum.