Rún Ingvarsdóttir hefur hafið störf í markaðs- og samskiptadeild Landsbankans. Hún mun sinna upplýsingamálum og samskiptum við fjölmiðla við hlið upplýsingafulltrúa.

Rún vann á fréttastofu RÚV frá árinu 2007 og sinnti einkum erlendum fréttum.  Hún er með MA-gráðu í alþjóðafræðum frá Berkeley-háskóla í Kaliforníu og BA-gráðu í mannfræði og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landsbankanum er stækkun samskiptateymis bankans liður í því að bæta og efla upplýsingamiðlun innan sem utan bankans.