*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Fólk 19. febrúar 2014 15:33

Rúna Dögg til Brandenburg

Starfsmenn Brandenburg eru orðnir fimmtán talsins eftir að Rúna Dögg Cortez bættist í hópinn.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Rúna Dögg Cortez hóf störf á Brandenburg auglýsingastofu sem stafrænn stjórnandi (Digital marketing director) nýlega. Starfsmenn stofunnar eru nú orðnir 15 talsins.

„Það er mikill fengur að fá Rúnu til liðs við okkur. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að nýta netið og samfélagsmiðlana og hennar hlutverk verður að móta og útfæra þann hluta af markaðsfærslunni. Við lítum ekki á netið sem afmarkaðan miðil, sem krefst sérmeðferðar í sérstakri deild. Þetta þarf allt að vinna að sama markmiði og skila viðskiptavininum árangri. Svo eru hún líka rokkari sem er alltaf kostur,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg.

Rúna hefur umfangsmikla reynslu úr auglýsingageiranum – og þá sérstaklega í birtingum. Hún starfaði áður hjá Auglýsingamiðlun frá árinu 2001–2014 sem aðstoðarframkvæmdastjóri og fagstjóri birtinga og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins á árunum 2010–2014.

Rúna útskrifaðist úr Háskóla Íslands með BA–gráðu í sálfræði árið 2001 og með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1995. Þess má geta að Rúna sat í stjórn SÍA, sem eru Samtök íslenskra auglýsingastofa, árin 2012 – 2013.

Stikkorð: Brandenburg
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is