Rúnar Steinn Benediktsson hefur gengið til liðs við verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Rúnar starfaði áður hjá Fossum mörkuðum í markaðsviðskiptum með áherslu á miðlun hlutabréfa.

Árin 2012 til 2016 starfaði Rúnar hjá Íslandsbanka, fyrst í gjaldeyrismiðlun en síðar í skuldabréfamiðlun bankans.

Rúnar er með BS próf í hagfræði frá Háskóla Íslands, próf í verðbréfaviðskiptum og hefur lokið ACI dealing prófi. Auk þess vinnur hann að meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík.