*

laugardagur, 11. júlí 2020
Fólk 14. maí 2018 12:56

Rúnar Steinn til Íslandsbanka

Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur fengið Rúnar Stein Benediktsson til starfa frá Fossum mörkuðum.

Ritstjórn
Rúnar Steinn Benediktsson hefur flutt sig frá Fossum mörkuðum yfir til verðbréfamiðlunar Íslandsbanka.
Aðsend mynd

Rúnar Steinn Benediktsson hefur gengið til liðs við verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Rúnar starfaði áður hjá Fossum mörkuðum í markaðsviðskiptum með áherslu á miðlun hlutabréfa.

Árin 2012 til 2016 starfaði Rúnar hjá Íslandsbanka, fyrst í gjaldeyrismiðlun en síðar í skuldabréfamiðlun bankans.

Rúnar er með BS próf í hagfræði frá Háskóla Íslands, próf í verðbréfaviðskiptum og hefur lokið ACI dealing prófi. Auk þess vinnur hann að meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík.