Runólfur Þór Ástþórsson
Runólfur Þór Ástþórsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Runólfur Þór Ástþórsson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VSÓ Ráðgjafar frá 1.febrúar2020. Tekur hann við af Grími Jónassyni sem óskaði eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri eftir 15 ára farsælt starf að því er félagið greinir frá.

Runólfur Þór er 41 árs verkfræðingur með sérhæfingu í stjórnun framkvæmda og stundaði hann framhaldsnám í Kaupmannahöfn og við Háskólann í Reykjavík eftir útskrift sem iðntæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands 2002.

Runólfur hefur starfað hjá VSÓ Ráðgjöf frá árinu 2008 bæði hér á landi og í Noregi þar sem hann tók virkan þátt í uppbyggingu VSO Consulting AS en undanfarin misseri hefur hann  starfað sem sviðsstjóri á burðarþolssviði VSÓ Ráðgjafar á Íslandi.

Grímur Jónasson mun áfram starfa hjá VSÓ og sinna þar ýmsum verkefnum og miðla af 35 ára reynslu sinni af verkfræðiráðgjöf.