Rupert Murdoch ætlar að láta af störfum sem forstjóri 21st Century Fox, en CNBC greinir frá þessu . Þar kemur fram að sonur hans, James Murdoch, muni taka við starfinu í hans stað.

Rupert mun hins vegar ekki kveðja fyrirtækið að fullu því hann mun starfa áfram sem stjórnarformaður og þannig hafa endanlegt vald í ákvörðunartöku í stærri málum. Annar sonur hans, Lachlan Murdoch, mun gegna þeirri stöðu með honum. Þessar mannabreytingar munu verða teknar fyrir á næsta stjórnarfundi fyrirtækisins.

Fyrirtækið 21st Century Fox varð til fyrir tveimur árum síðan þegar rekstur þess var aðskilinn Newscorp, öðru fyrirtæki í eigu Murdochs. Það á meðal annars Fox Hollywood studios og ýmis önnur fyrirtæki í sjónvarpsbransanum.