Ríkisstjórn Vladimírs Pútín hefur afskrifað lungann af skuldum Norður Kóreu við rússneska ríkið. Í frétt AP segir að rússneska fjármálaráðuneytið hafi viðurkennt að samkomulag hafi náðst við N-Kóreu um endurskipulagningu skulda síðarnefnda ríkisins, en að ráðuneytið vilji ekki gefa nánari upplýsingar um samninginn.

Interfax hefur hins vegar eftir aðstoðarfjármálaráðherranum Sergei Storchak að Rússland hafi afskrifað um 90% af ellefu milljarða dollara skuld N-Kóreu við rússneska ríkið. Jafngildir það því að andvirði um 1.220 milljarða króna hafi verið afskrifaðar.