*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 25. ágúst 2016 09:05

Rússar ánægðastir, Japanir síst ánægðir

Ferðamannapúlsinn mælir heildaránægju ferðamanna af dvöl sinni hér á landi, því styttri dvöl því minni er ánægja.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ferðamenn sem sóttu landið heim í júní og júlí voru almennt ánægðir með dvöl sína hér á landi og gefa þeir henni meðaleinkunnina 85 á skalanum 0-100.

Þetta kemur fram í Ferðamannapúlsinum sem er samstarfsverkefni Gallup, Isavia og Ferðamálastofu og mælir heildaránægju og heildarupplifun á heimsókn ferðamanna til Íslands.

Munur eftir þjóðerni og dvalarlengd

Þónokkur munur kemur þó fram eftir þjóðerni sem og að lengd dvalar hefur áhrif á mat fólks á veru sinni hér á landi. Þeir ferðamenn sem dvelja einungis 1 til 2 nætur gefa marktækt lægstu einkunnirnar, er meðaleinkunn þeirra 81, meðan hjá þeim sem dvelja 5-14 nætur er hún 87.

Rússar voru ánægðustu ferðamennirnir, gáfu þeir 90,8 í meðaleinkunn, Ungverjar næstánægðastir með 90 í meðaleinkunn og þar næst koma Portúgalar með 87 í einkunn. Minnst ánægja var meðal Japana hins vegar.