Rússnesk fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllina Lundúnum flýja í hrönnum. Fyrirtækin hafa fundið fyrir lækkandi markaðsvirði, vegna aukinnar pólitískrar áhættu og slæmra stjórnunarhátta fyrirtækjanna, að því er kemur fram í frétt Financial Times .

Skráning í Lundúnum var álitið mikið keppikefli fyrir rússnesk fyrirtæki á árum áður og hafa 46 fyrirtæki skráð á markað í Lundúnum og hafa safnað alls 69,4 milljörðu dollara frá árinu 2005. Hins vegar hafa engin ný rússnesk félög verið skráð á markað í Lundúnum frá árinu 2014.

PIK, stærsta byggingafyrirtæki Rússlands, afskráði sig úr kauphöllinni í Lundúnum. Er það annað stóra rússneska fyrirtækið sem skráir sig úr LSE á síðastliðnum 18 mánuðum.