Samkvæmt breska blaðinu Financial Times samþykkti Dimitry Medvedev, forseti Rússlands, lánveitinguna á þriðjudaginn en þá var hann í opinberri heimsókn í Serbíun til þess að minnast að 65 ár voru liðin frá því að sovéskir hermenn og júgóslavneska andspyrnuhreyfingin frelsuðu Belgrad undan oki nasista.

Ekki hefur jafn háttsettur ráðamaður í Kreml heimsótt Serbíu síðan Leoníd Brésnev, aðalritari kommúnistaflokksins, sótti landið heim árið 1976.

Sem kunnugt er höfnuðu stjórnvöld í Moskvu beiðni íslenskra stjórnvalda um 500 milljóna dala efnahagsaðstoð fyrr í þessum mánuði og báru fyrir sig aðhaldi í ríkisútgjöldum. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir lánveitingu til Serbíu enda er ríkið helsti bandamaður Rússa á Balkanskaga.

Það samband hefur styrkst enn frekar að undanförnu vegna deilna stjórnvalda í Moskvu og Belgrad við Evrópusambandið (ESB) og bandarísk stjórnvöld um sjálfstæðisyfirlýsingu Kosóvó.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .